Pétur Einarsson -27.04.1778

Prestur fæddur um 1694. Lærði í Hólaskóla og fór utan 1720 og var skráður í stúdentatölu við Hafnarháskóla 20. október sama ár. Fékk konungsveitingu fyrir Miklaholti 20. maí 1720 og hélt til æviloka. Bjó á Rauðamel ytra frá 1763 er hann hafði fengið sér aðstoðarprest. Hann var fjáraflamaður mikill og aðsjáll en trygglyndur og hreinskilinn, talinn meir hneigður til búsýslu en bóka er á leið enda telur Harboe hann mjög fákunnandi. Hann fékkst þó við þýðingar, s.s. þýddi hann postillu eftir M. P. Rostoc: Sá evangeliski katekismus.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 154.

Staðir

Miklaholtskirkja Prestur 20.05.1721-1778

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.11.2014