Jakob Maríus Sölvason (Massi) 21.11.1917-24.03.1994

<p>Maríus ólst upp á Króknum við leiki og störf á stóru og glaðværu heimili, og kölluðu þeir bræður ekki allt ömmu sína, voru glettnir og oft háværir. Hann stundaði þá vinnu sem til féll þegar hann hafði aldur til, var m.a. á sjó með bræðrum sínum og á síldarskipum. Hann hleypti heimdraganum árið 1937, fór þá suður að áeggjan Sigurðar Birkis til þess að búa sig undir söngnám og ætlaði utan. Hann hafði einstaklega þýða, háa og hljómfagra tenórrödd, beitti henni vel og flutti skýrt textann. Haustið 1939 skall á styrjöld og áform Maríusar um söngnám erlendis urðu að engu. Hann naut þó tilsagnar í söng í Reykjavík og var um áratugaskeið í kórum. Sigurður Birkis kom hon- um í tengsl við Karlakór iðnaðarmanna, en með honum söng hann einsöng í mörg ár. Auk þess var hann í Karlakór Reykjavíkur, kirkjukór Hallgrimskirkju um 25 ára skeið og síðast Skagfirzku söngsveitinni, þar var hann heiðurssöngsveitinni, þar var hann heiðursfélagi. Hann söng einsöng með þessum kórum og eru til nokkrar upptökur, sem bera ótvírætt vitni um mikla hæfileika. Alla tíð hafði hann yndi og ánægju af söng, sótti tónleika, og voru tenórar hans menn. Jussi Björling og Stefán íslandi voru i uppáhaldi, á þá skyggði enginn.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Karlakór Reykjavíkur
Skagfirska söngsveitin
Útvarpskórinn Kórsöngvari

Tengt efni á öðrum vefjum

Prentari og söngvari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.10.2020