Skapti Ólafsson (Sveinberg Skapti Ólafsson) 07.10.1927-01.08.2017

<p>„... Ég byrjaði rétt fyrir miðja öldina, eða árið 1947. Ég fór að læra prentverk í Félagsprentsmiðjunni 1944, og þar voru margir góðir músíkantar, meðal annars mágur minn sem var í Lúðrasveit Reykjavíkur. Systir mín hafði kennt mér grip á gítar, því það var mikið sungið heima, og svo var mér bara skellt í lærdóm hjá Albert Klahn sáluga sem þá var aðalstjórnandi Lúðrasveitarinnar. Ég mætti í Hljómskálann, lærði á trommur og var með Lúðrasveitinni í tíu ár.“</p> <p>Veturinn 1947 fór svo Skapti á sviðið sem söngvari. „Þá söng ég með Baldri Kristjánssyni í Tjarnarcafé. Baldur var mikill djasspíanisti og fannst upplagt að æfa nokkur amerísk djasslög og láta mig syngja. Síðar stofnaði ég svo eigin hljómsveit sem bar heitið Fjórir jafnfljótir. Nafnið þótti hrikalegt og það var ekki lengi verið að breyta því í fjórir jafnljótir! En það var stanslaust „beat“ í gamla Gúttó. Ég spilaði líka fína dansmúsík með Karli Billich og einhvern veginn leiddist ég út í það að fara að spila fyrir íslenska tóna, gamla útgáfufyrirtækið sem Tage Ammendrup var með. Hann var oft með kvöldskemmtanir í Austurbæjarbíói þar sem nýir söngvarar voru meðal annars kynntir, og þannig þvældist ég meira inn í sönginn.“</p> <p>Skapti spilaði ekki aðeins með danshljómsveitum og Lúðrasveitinni, hann yar einnig trommuleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands í fjögur ár, spilaði undir við upptökur í útvarpssal og fór margar ferðir til Bandaríkjanna á vegum Loftleiða til að leika fyrir íslendinga ytra.</p> <p>„Ég var að til 1984. Besti tími minn í tónlistinni held ég að hafi verið þegar ég lék í Vetrargarðinum með Baldri Kristjánssyni fyrir tæpum þrjátíu árum. Það var ævintýri úti í mýrinni. Ég var trommari, það var ekki lagt svo mikið upp úr söngnum þá, og var hálfgerður „hobbý“ maður í músíkinni. En þarna lék ég með góðum hljóðfæraleikurum og í þá daga voru hljómsveitirnar dálítið djassaðar. Við spiluðum öll sönglögin, djasslög, klassíska tangóa og ég fékk mikið út úr þessu. Eg var enginn vínmaður, kom edrú inn í þetta og fór edrú, en fékk músíkina beint í blóðið. Það hefur líklega gert það að verkum að ég hélt spilamennskuna út í allan þennan tíma. Ég fékk mér auðvitað í glas þegar ég var sjálfur gestur á árshátíðum og í veislum, en sá veldur sem á heldur, segi ég. Sumir valda þessu ekki, allir stærstu barir veraldar duga þeim ekki, sumum nægir bara ein teskeið til að verða kátir og glaðir! ...</p> <p align="right">Músík í blóðið. Morgunblaðið. 27. febrúar 1998, bls. B4.</p>

Staðir

Iðnskólinn í Reykjavík -1948

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Reykjavíkur Slagverksleikari 1949 1956
Samkór Kópavogs Söngvari 1966-10-18 1970
Sinfóníuhljómsveit Íslands Slagverksleikari 1950 1954

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Lögregluþjónn , prentari , söngvari og trommuleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.08.2017