Elínborg Sturludóttir 21.12.1968-

Prestur. Stúdent frá MR 1988. Nám í frönsku og menningarsögu við Sorbonne 1988-89, próf í heimspeki frá HÍ 1995. Nám við guðfræðifeild Árósa 1996-97, cand. theol. frá HÍ 22. júní 2002. Kirkjuvörður og aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum sumrin 1993-95, barnastarf í Seltjarnarneskirkju 1993-98, ritari á Biskupsstofu 1994-95. Leiðsögumaður og starfsmaður Þjóðgarðsins á Þingvöllum sumrin 1996-99.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 943


Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.01.2019