Nathalía Druzin Halldórsdóttir 04.09.1974-

Nathalía Druzin lauk 8.stigs prófi árið 2006 frá Nýja Tónlistarskólanum og hefur notið leiðsagnar Alinu Dubik. Hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum á vegum Sumaróperunnar, Íslensku óperunnar og hjá Óperustúdíói Íslensku óperunnar.

Nathalía hefur haldið einsöngstónleika víða - m.a. í Kaldalónssal Hörpu, Salnum í Kópavogi, Sigurjónssafni, Laugarneskirkju, Seltjarnarneskirkju og í Gerðubergi. Hún er hluti af Íslenska sönglistahópnum sem haldið hefur tónleika í Íslensku óperunni og Iðnó.

Nathalía hefur sl. 2 ár sungið á fjölmörgum tónleikum á vegum CCCR þar sem íslensk einsöngslög eru kynnt fyrir erlendum ferðamönnum. Hún tók þátt í tónlistardagskránni "Svanurinn minn syngur" í Gerðubergi sem tileinkuð var Höllu Eyjólfsdóttur og Sigvalda Kaldalóns - en þeir tónleikar voru hljóðritaðir af Ríkisútvarpinu og fluttir á jóladag það sama ár.

Í janúar 2009 kom hún fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og var þeim tónleikum útvarpað. Í október 2010 varð Nathalía í þriðja sæti í Torneo Internazionale di Musica tónlistarkeppninni sem haldin er annað hvert ár í Veróna á Ítalíu. Meðal verkefna á árinu 2012 eru Tíbrártónleikar í Salnum í Kópavogi og althlutverkið í 9. sinfóníu Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Af vef Íslensku óperunnar (16. mars 2016)

Staðir

Háskóli Íslands Háskólanemi -
Nýi tónlistarskólinn Tónlistarnemandi -2006
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, nemandi og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016