Guðmundur Tryggvi Jónsson 22.11.1911-17.5.2007

Guðmundur fæddist að Holti á Látraströnd en ólst upp í Miðvík hjá Aðalsteini Indriðasyni og Ragnheiði Kristjánsdóttur. Hann hleypti heimdraganum um tvítugt og stundaði vertíðir fyrir sunnan og vestan, auk þess sem hann var á síldveiðum.

Guðmundur bjó á Akureyri 1948-60 þar sem hann starfaði við þvottastöð og hjá ÚA. Þá stundaði hann búskap á Akurbakka til 1975 er sonur hans tók við búinu.

Guðmundur hóf störf við frystihúsið á Grénivík er það tók til starfa 1968 og vann hann þar með hléum til 1975.

Kona Guðmundar er Margrét Pálsdóttir, f. 29. apríl 1919, húsfreyja. Hún er dóttir Páls Jónssonar, bónda í Ytri-Dalbæ í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, og Guðríðar Magnúsdóttur húsfreyju. Guðmundur og Margrét eignuðust níu börn ...

Úr grein í Dagblaðinu Vísir - DV 22. nóvember 1991, bls. 33 í tilefni áttræðisafmælis Guðmundar.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

9 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
13.07.1987 SÁM 93/3537 EF Sagnir um drauga á Látrum og huldumann á Skarði, en Guðmundur varð ekki var við neitt. Reimt kringum Guðmundur Tryggvi Jónsson 42320
13.07.1987 SÁM 93/3537 EF Kannast ekki við álagahríslur eða álagabletti í sveitinni. Huldufólksbyggð í stórum steini, Guðmundu Guðmundur Tryggvi Jónsson 42321
13.07.1987 SÁM 93/3537 EF Um Helguhól. Í honum á að vera gullskip eða önnur verðmæti; þegar grafið var í hann stóð Laufáskirkj Guðmundur Tryggvi Jónsson 42322
13.07.1987 SÁM 93/3537 EF Mannskaðar í Fnjóská. Guðmundur Tryggvi Jónsson 42323
13.07.1987 SÁM 93/3536 EF Álagablettur í Fosshólsbrekku, torfa sem ekki mátti slá, sem sem gerði það brjálaðist. Eitt sinn var Guðmundur Tryggvi Jónsson 42315
13.07.1987 SÁM 93/3536 EF Huldukona eða svipur sem sást á Akurbakka. Guðmundur Tryggvi Jónsson 42316
13.07.1987 SÁM 93/3536 EF Framliðnir menn í Hringsdal, komu á kvöldin og léku við börnin í tungsljósi. Guðmundur Tryggvi Jónsson 42317
13.07.1987 SÁM 93/3536 EF Barið á dyr á undan fólki af vissri ætt. Högg í baðstofuþilið, tengt andláti manns af þeirri ætt. Á Guðmundur Tryggvi Jónsson 42318
13.07.1987 SÁM 93/3536 EF Guðmundur sá svip manns sem drukknaði. Guðmundur Tryggvi Jónsson 42319

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014