Guðmundur Tryggvi Jónsson 22.11.1911-17.5.2007

<p>Guðmundur fæddist að Holti á Látraströnd en ólst upp í Miðvík hjá Aðalsteini Indriðasyni og Ragnheiði Kristjánsdóttur. Hann hleypti heimdraganum um tvítugt og stundaði vertíðir fyrir sunnan og vestan, auk þess sem hann var á síldveiðum.</p> <p>Guðmundur bjó á Akureyri 1948-60 þar sem hann starfaði við þvottastöð og hjá ÚA. Þá stundaði hann búskap á Akurbakka til 1975 er sonur hans tók við búinu.</p> <p>Guðmundur hóf störf við frystihúsið á Grénivík er það tók til starfa 1968 og vann hann þar með hléum til 1975.</p> <p>Kona Guðmundar er Margrét Pálsdóttir, f. 29. apríl 1919, húsfreyja. Hún er dóttir Páls Jónssonar, bónda í Ytri-Dalbæ í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, og Guðríðar Magnúsdóttur húsfreyju. Guðmundur og Margrét eignuðust níu börn ...</p> <p align="right">Úr grein í Dagblaðinu Vísir - DV 22. nóvember 1991, bls. 33 í tilefni áttræðisafmælis Guðmundar.</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

9 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
13.07.1987 SÁM 93/3537 EF Sagnir um drauga á Látrum og huldumann á Skarði, en Guðmundur varð ekki var við neitt. Reimt kringum Guðmundur Tryggvi Jónsson 42320
13.07.1987 SÁM 93/3537 EF Kannast ekki við álagahríslur eða álagabletti í sveitinni. Huldufólksbyggð í stórum steini, Guðmundu Guðmundur Tryggvi Jónsson 42321
13.07.1987 SÁM 93/3537 EF Um Helguhól. Í honum á að vera gullskip eða önnur verðmæti; þegar grafið var í hann stóð Laufáskirkj Guðmundur Tryggvi Jónsson 42322
13.07.1987 SÁM 93/3537 EF Mannskaðar í Fnjóská. Guðmundur Tryggvi Jónsson 42323
13.07.1987 SÁM 93/3536 EF Álagablettur í Fosshólsbrekku, torfa sem ekki mátti slá, sem sem gerði það brjálaðist. Eitt sinn var Guðmundur Tryggvi Jónsson 42315
13.07.1987 SÁM 93/3536 EF Huldukona eða svipur sem sást á Akurbakka. Guðmundur Tryggvi Jónsson 42316
13.07.1987 SÁM 93/3536 EF Framliðnir menn í Hringsdal, komu á kvöldin og léku við börnin í tungsljósi. Guðmundur Tryggvi Jónsson 42317
13.07.1987 SÁM 93/3536 EF Barið á dyr á undan fólki af vissri ætt. Högg í baðstofuþilið, tengt andláti manns af þeirri ætt. Á Guðmundur Tryggvi Jónsson 42318
13.07.1987 SÁM 93/3536 EF Guðmundur sá svip manns sem drukknaði. Guðmundur Tryggvi Jónsson 42319

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014