Þórhalli Magnússon 14.12.1758-08.12.1816

<p>Stúdent frá Skálholtsskóla 1782. Vígður 9. júní 1783 aðstoðarprestur í Villingaholti og fékk embættið 1784. Fékk Breiðabólstað í Fljótshlíð 14. maí 1790. Dæmdur frá embætti fyrir flangur við konu, eftir kæru hennar. Fékk prestakallið aftur 1798, og hélt til æviloka, en skyldi greiða 40 ríkisdala sekt til þurfandi prestsekkna. Biskup fór fögrum orðum um gáfur hans og kennimannshæfileika. Var gestrisinn og góður læknir.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 140. </p>

Staðir

Villingaholtskirkja Aukaprestur 09.06.1783-1784
Villingaholtskirkja Prestur 1784-1790
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 1790-1797
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 1798-1816

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.01.2014