Rósalind Gísladóttir 07.04.1971-

<p>Rósalind Gísladóttir lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1999 og hélt þá til framhaldsnáms í söng á Spáni. Árið 2012 vann Rósalind til fyrstu verðlauna í Barry Alexander International Vocal Competition og söng í kjölfarið á tónleikum í Carnegie Hall í New York. Rósalind hefur sungið með Íslensku óperunni og ýmsum kórum, þar á meðal kór Íslensku óperunnar. Hún hefur auk þess haldið fjölda tónleika bæði hérlendis og erlendis. Árið 2011 tók hún þátt verðlaunagjörningi Ragnars Kjartanssonar, Bliss, á listahátíðinni Performa í New York. Rósalind hefur stjórnað gospelkór Árbæjarkirkju og barnakórum. Hún starfar nú sem söngkennari í tónlistarskólanum í Grindavík og syngur með sönghópnum Orfeus og söngkvartettinum Opus.</p> <p align="right">Af vefnum Gaflari.is (10. júní 2014).</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1999
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Nemandi -
Tónlistarskóli Grindavíkur Tónlistarkennari -

Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi , söngkona , tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.03.2016