Magnús Einarsson 13.07.1734-29.11.1794

Prestur. Stúdent úr Hólaskóla 1759. Varð djákni að Möðruvöllum 18. maí 1761, fékk Stærri-Árskóg 18. mars 1763. Missti prestskap fyrir of bráða barneign og varð að fara frá Stærra-Árskógi, fékk uppreisn og fékk þá Upsir 25.10.1765. . Kvaddur til þess að vera aðstoðarprestur Ara Þorleifssonar á Tjörn 23. janúar 1769 með loforði um prestakallið að honum gengnum. Það gekk eftir strax 8. mars sama árs. Mikið gáfumenni, andríkur kennimaður, orti mikið en sárafátækur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 417.

Staðir

Stærri-Árskógskirkja Prestur 1763-1765
Upsakirkja Prestur 1765-1769
Tjarnarkirkja Prestur 1769-1794

Erindi


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.04.2017