Vigfús E Reykdal 05.08.1783-06.03.1862

<p>Prestur. Stúdent 1802. Vígður 19. október 1806 aðstoðarprestur föður síns í Stafholti, fékk Hvanneyri á Siglufirði 2. júní 1807 en vegnaði mjög illa þar. Varð aðstoðarprestur í Glaumbæ 1812, fékk Hvamm í Laxárdal 1814 en missti þar prestskap vegna barneignarbrota milli kvenna. Fékk uppreisn 3. september 1823 og leyfi til að halda áfram í Hvammi, fékk Hof á Skagaströnd 16. mars 1827, Möðruvallaprestakall 5. nóvember 1833, Höskuldsstaði 13. nóvember 1838, Miðdalaþing 14. október 1843, Gufudal 1856 en fékk leyfi til þess að fara ekki og lét af prestskap 1859. Talinn góður ræðumaður og askáldmæltur enn bjó við erfiðan hag enda óstöðugur og drykkfelldur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 57-58. </p>

Staðir

Stafholtskirkja Aukaprestur 19.10.1806-1807
Hvanneyrarkirkja Prestur 02.06.1807-1812
Glaumbæjarkirkja Prestur 1812-1814
Hvammskirkja Prestur 1814-1822
Hofskirkja á Skagaströnd Prestur 1823-1827
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 05.11.1833-1838
Höskuldsstaðakirkja Prestur 13.11.1838-1856
Snóksdalskirkja Prestur 14.10.1843-1859

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.03.2017