Gísli Andrésson 1725-22.09.1773

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1747. Vígðist 12. október 1749 sem aðstoðarprestur að Hrafnseyri, fékk Mosfell í Grímsnesi 1753 og Hrepphóla 27. nóvember 1761 og var þar til dauðadags. Lést úr holdsveiki að Hólum í Stokkseyrarhreppi. Kenndi unglingum, var vel viti borinn, fljóthuga, léttlyndur og skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 39-40.

Staðir

Hrafnseyrarkirkja Aukaprestur 12.10.1749-1753
Mosfellskirkja Prestur 1753-1761
Hrepphólakirkja Prestur 27.11.1761-1773

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.07.2015