Gísli Einarsson 02.07.1759-31.08.1834

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1776. Vígðist 9. júní 1783 kirkjuprestur í Skálholti, fékk Selárdal 21. júlí 1785. Sagði af sér prestskap 1829 en dvaldist áfram í Selárdal og andaðist þar. Hann var vel að sér, góður kennimaður og ágætur barnafræðari en þótti nokkuð bráðlyndur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 48-9.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 09.06.1783-1785
Selárdalskirkja Prestur 21.07.1785-1829

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2014