Magnús Jónsson 24.08.1732 -10.1807

Prestur. Tekinn í Hólaskóla 1748 og varð stúdent 1754. Vígðist vorið 1755 aðstoðarprestur sr. Björns Magnússonar á Grenjaðarstað. Fékk Miklagarð 17. júlí 1764, fékk Saurbæ í Eyjafirði 8. október 1786 og lét af prestskap 1801 en dvaldi i Saurbæ áfram og andaðist þar en hann varð braðkvaddur úti á túni. Fékk mjög góðan vitnisburð í umsögn biskups.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 436.

Staðir

Grenjaðarstaðakirkja Aukaprestur 1755-1764
Miklagarðskirkja Prestur 17.07.1764-1801
Saurbæjarkirkja í Eyjafirði Prestur 08.10.1786-1801

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.06.2017