Lilja Valdimarsdóttir 12.11.1956-
<p><strong>Foreldrar:</strong> Georg Valdimar Ólafsson, loftskeytamaður og yfirflugumferðarstjóri í Reykjavík, f. 13. ágúst 1926 í Önundarfirði, og k. h. (skildu), Erla Þórdis Jónsdóttir, kennari í Reykjavík, f. 9. febr. 1929 í Reykjavík, d. 28. febr. 1987.</p>
<p><strong>Námsferill:</strong> Lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík 1972; hóf að leika með Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts og lauk 7. stigs-prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1980; stundaði nám hjá Ib Lanzky-Otto í Stokkhólmi 1980-1983 og hefur sótt námskeið í fimm löndum.</p>
<p><strong>Starfsferill:</strong> Var fjórði hornieikari í Vesterås Symfoniorkester í Svíþjóð 1982-1983; hornIeikari í Íslensku hljómsveitinni frá 1983 og í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1985; hefur leikið í hljómsveit Íslensku óperunnar og við leikhús í Reykjavík; vann ýmsa lausavinnu í Stokkhólmi og Uppsölum 1980-1983; var blásarakennari við Tónlistarskóla Akraness 1979-1980, Tónlistarskóla Rangæinga 1983-1984 og Tónlistarskólann í Garði 1984-1985; blásarakennari við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts frá 1985 og stjórnandi hemlar frá 1997-2005.</p>
<p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 219. Sögusteinn 2000.</p>
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.01.2014