<p><strong>Foreldrar:</strong> Hjalti Ólafur Jónsson, múrari í Reykjavík, f. 5. okt. 1926 í Vestmannaeyjum, og k. h. Halldóra Þórunn Sveinbjörnsdóttir, starfsmaður á skrifstofu Borgarbókasafns Reykjavíkur, f. 14. sept. 1926 í Uppsölum, Seyðisfirði vestra, Norður-Ísafjarðarsýslu.</p>
<p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í Breiðagerðis- og Réttarholtsskóla í Reykjavík og stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík; stundaði nám í Drengjalúðrasveit Reykjavíkur; lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1972; trompetkennaraprófi og einleikaraprófi í trompetleik frá Birmingham Conservatory of Music, Englandi 1975.</p>
<p><strong>Starfsferill:</strong> Var lausráðinn trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1971-1972 og 1975-1992; trompetleikari í Íslensku hljómsveitinni 1982-1984; við Þjóðleikhúsið 1978-1991; hljómsveit Íslensku óperunnar 1981-1992 og Welsh National Opera 1974-1975; var trompetkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla Kópavogs 1971-1972; kennari á málmblásturshljóðfæri við Bablake School í Coventry, Englandi, 1973-1975; trompetkennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 1976-1980 og við Tónlistarskóla Kópavogs; skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur 1976-1989, Skólahljómsveitar Grafarvogs frá 1992 og Tónskóla grunnskólanna í Grafarvogi frá 1996-2007.</p>
<p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 209-210. Sögusteinn 2000.</p>
Hópar
Tengt efni á öðrum vefjum