Daníel Jónsson 25.11.1805-14.12.1865

<p>Prestur Stúdent 1829 frá Bessastaðaskóla. Kenndi næstu ár á eftir en vígðist aðstoðarprestur á Húsavík 19. júní 1836, fékk Kvíabekk 17. desember 1839 og Ögurþing 24. nóvember 1859. Hann var settur til að gegna Eyri í SKutulsfirði eftir Hálfdán Einarsson og á heimleið þaðan drukknaði hann. Heldur lítið þótti til hans koma, bæði hégómlegur og smásmugulegur en söngmaður var hann góður og kunni að synda.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 305. </p>

Staðir

Húsavíkurkirkja Aukaprestur 19.06.1836-1839
Kvíabekkjarkirkja Prestur 11. desember 1839-1859
Ögurkirkja Prestur 24.11.1859-1865

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.08.2015