Ellý Vilhjálms (Elly Vilhjálms, Henný Eldey Vilhjálmsdóttir) 28.12.1935-16.11.1995

Ellý fæddist í Merkinesi í Höfnum á Reykjanesskaga. Foreldrar hennar voru Vilhjáhnur Hinrik Ívarsson og Hólmfríður Oddsdóttir.

Bræður hennar: Sigurjón, Þóroddur, Maron Guðmann og Vilhjálmur Hólmar, hinn vinsæli dægurlagasöngvari sem lést langt fyrir aldur fram í umferðarslysi í Lúxemborg 1978.

Eldey stundaði nám víð Héraðsskólann á Laugarvatni þar sem hún fékk gælunafnið Elly. Hún var síðan vélritunarstúlka í Reykjavík og sótti leiklistanamskeið hjá Ævari Kvaran. Hún lauk svo stúdentsprófi frá öldungadeild MH, löngu síðar, 1985.

Ellý söng fyrst með Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, föður Ragga Bjarna dægurlagasöngvara. Bjarni var með vikulega útvarpsþætti þar sem hann kynnti þessa söngkonu. Þjóðin féll í stafi og Elly varð ein ástsælasta og vírtasta íslenska dægurlagasöngkonan, fyrr og síðar. Hún söng síðan með KK-sextettinum, með Orion, Hljómsveit Kristjáns Magnússonar, Hljómsveit Jóns Páls og Hljómsveit Svavars Gests.

Ellý söng um það bil hundrað lög inn á hljómplötur, m.a. með Vilhjálmi bróður sínum, lög Sigfúsar Halldórssonar og ýmis jólalög. Fyrsta platan sem Elly söng inn á var smáskífa með laginu: „Ég vil fara upp í sveit“, sem kom út 1960.

Sólóplötur hennar urðu einungis tvær. Lög úr söngleikjum og kvikmyndum sem kom út hjá SG-hljómplötum 1966, og jólaplatan „Jólalfrí“ sem Skífan gaf út 1988.

Með þekktustu lögum sem Ellý söng má nefna „Ég veit þú kemur“, eftir Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ, og „Lítill fugl“, eftir Örn Arnarson og Sigfús Halldórsson.

Elly var gift Jóni Páli Bjarnasyni, hinum snjalla gítarleikara, og síðar og lengst af Svavari Gests, hinum kunna hljómsveitarstjóra, dagskrárgerðarmanni og plötuútgefanda.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 28. desember 2012.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Svavars Gests Söngkona
Orion-kvintett Söngkona 1956-04-17

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.06.2017