Rut Ingólfsdóttir (Guðrún Rut Ingólfsdóttir) 31.07.1945-

Foreldrar: Ingólfur Guðbrandsson, kennari, kórstjóri og ferðamálafrömuður í Reykjavík, f. 6. mars 1923 á Kirkjubæjarklaustri á Síðu, Kirkjubæjarhr., V-Skaft., og k. h. (skildu), Inga Þorgeirsdóttir, kennari í Reykjavík, f. 2. febr. 1920 á Hlemmiskeiði, Skeiðahr. , Árnessýslu.

Námsferill: Lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965; stundaði nám við Université Libre de Bruxelles 1966-1967 og lauk BA-prófi í frönsku frá Háskóla Íslands 1995; lauk námi frá Leiðsögumannaskóla Íslands 1975; sótti námskeið í ítölsku á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands 1988 og 1989; sótti einkatíma í fíðluleik hjá Ruth Hermanns 1950-1959 og hjá Einari G. Sveinbjörnssyni 1959-1962; stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Einari G. Sveinbjörnssyni 1962-1964 og Birni Ólafssyni 1964-1965, og hjá Einari G. Sveinbjörnssyní við Musíkkonservatorium í Malmö í Svíþjóð 1965-1966; stundaði nám hjá André Gertler við Conservatoire Royale de Musique de Bruxelles 1966-1969 og lauk Premier Prix de Violon 1969; hefur sótt fjölmörg námskeið í fiðluleik og barokkfiðluleik í Austurríki, Sviss, Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu.

Starfsferill: Var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1969-1975 og 1983-1984; 3. konsertrneistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1984-1988; lausráðinn fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1975-1983 og frá 1988; fiðluleikari og konsertmeistari í Kammersveit Reykjavíkur frá stofnun 1974; konsertrneistari með Pólýfónkórnum 1969-1986, Mótettukórnum, Söngsveitinni Fílharmóníu, Dórnkórnum, Kirkjukór Akureyrar frá 1982 og á barokkfiðlu í Bachsveitinni í Skálholti frá 1989; fiðlukennari við Tónlistarskóla Kópavogs 1969-1972, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1969-1971, við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1975 og hefur verið kennari í samspili og við strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík frá 1987; var flugfreyja hjá Loftleiðum í sumarvinnu 1965 og 1966 og leiðsögumaður í sumarvinnu 1967 og 1987.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 234. Sögusteinn 2000.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kammersveit Reykjavíkur Fiðluleikari 1974
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1969

Fiðluleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.12.2014