Lárus Sveinsson 07.02.1941-18.01.2000

<p><strong>Foreldrar:</strong> Sveinn Sigurjónsson, vélstjóri á Norðfirði, f. 30. apríl 1911 á Vopnafirði, d. 27. júlí 1949, og k. h. Þórunn Lárusdóttir, f. 6. sept. 1914 í Neskaupstað.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk gagnfræðaprófi í Neskaupstað og prófi í prentiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1961; lagði stund á trompetleik hjá Haraldi Guðmundssyni í Neskaupstað og við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Páli P. Pálssyni; stundaði nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg,&nbsp;Austurríki&nbsp;frá 1961 og lauk þaðan einleikaraprófi 1966.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var trompetleikari á námsárum sínum ytra 1961-1966 hjá Wiener Symphoniker, Tonkúnstlerorchester, Wiener Bachgemeinde og Kontrapunkt; trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1967-2000; trompetleikari í Kammersveit Reykjavíkur,&nbsp;sem hann stofnaði ásamt öðrum,&nbsp;og lék oft í hljómsveit Íslensku óperunnar; tónlistarkennari við Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 1970-2000 og við Tónlistarskólann Í Reykjavík 1978-1979; tónlistarkennari og trompetleikari í Nýja tónlistarskólanum í Þessaloniki í Grikklandi 1985-1986; stjórnandi Karlakórsins Srefnis 1975-1983 og 1987-2000 og Reykjalundarkórsins 1986-2000.</p> <p><strong>Helstu viðburðir á starfsferli:</strong> Lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands alls 45 sinnum, innanlands og utan, m.a. í fyrstu tónleikaferð hljómsveitarinnar til útlanda, en það var til Færeyja 1977; lék einnig oft einleik með Kammersveit Reykjavíkur. m.a. í Brandenborgarkonsert nr. 2 eftir J.S. Bach; lék ennfremur einleik með Pólýfónkórnum undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar og fór Í tónleikaferðir með kórnum sem einleikari, m.a. til Ítalíu 1977 og Spánar 1982.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 218-219. Sögusteinn 2000.</p> <blockquote>Fyrsta hljóðfæri Lárusar Sveinssonar var gítar. Þetta var heima á Norðfirði og þá var hann þrettán ára. Um svipað leyti fór hann að leika með Lúðrasveit Neskaupsstaðar á alt-horn og básúnu. Lárus var orðinn sautján ára þegar hann tók trompetinn fyrir og naut þá góðrar tilsagnar Haraldar Guðmundssonar stjórnanda lúðrasveitarinnar.<br /> <br /> Haraldur, og reyndar fleiri á Norðfirði sáu hvað í Lárusi bjó og hvöttu hann til náms í Reykjavík, þar sem hann gæti fengið ýtarlegri kennslu. Lárus var þar við nám hjá Páli Pampickler, sem hvatti hann til að halda utan og afla sér fullkominnar menntunar við hin beztu skilyrði. Þetta gerði Lárus og var hann við nám hjá prófessor Jósef Levora í Vínarborg í hálft sjötta ár. Þar lék hann síðan með Fílharmoníuhljómsveit Vínarborgar og einnig Sinfóníuhljómsveit Ríkisóperunnar í Vín.<br /> <br /> Um jólin 1966 kom Lárus heim til Íslands og varð það úr, að hann fór að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem fágaður leikur hans vakti strax athygli. Meðan Lárus var á Norðfirði lék hann í danshljómsveit og má segja að hann sé jafnvígur á dansmúsik og klassíska. Á þessari hljómplötu leikur hann lagið Þögnin, sem ítalskur trompetleikari gerði vinsælt í Evrópu fyrir tveimur árum. Síðan kemur hið fallega Stef úr kvikmyndinni Dr. Zhivago. Þá eru það tvö íslenzk lög, sem aldrei hafa heyrst í þeirri útsetningu, sem heyra má hér. Hin fallegu lög Í fjarlægð eftir Karl Ó. Runólfsson og Í dag skein sól eftir Pál Ísólfsson.</blockquote> <p align="right">Svavar Gests. Af <span style="text-align: -webkit-right; background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">Wikipedia.is –&nbsp;</span>Lárus Sveinsson - Stef úr Dr. Zhivago.</p>

Staðir

Tækniskólinn Prentari -1961
Tónlistarháskólinn í Vínarborg Háskólanemi 1961-1966
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Trompetkennari 1978-1979

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kammersveit Reykjavíkur Trompetleikari 1974
Karlakórinn Stefnir Stjórnandi 1975 1983
Karlakórinn Stefnir Stjórnandi 1987 2000
Reykjalundarkórinn Stjórnandi 1986 2000
Sinfóníuhljómsveit Íslands Trompetleikari 1967 2000
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar Tónlistarkennari 1970 2000

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , prentari , stjórnandi , trompetkennari , trompetleikari , tónlistarkennari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.09.2015