Nína Margrét Grímsdóttir 12.05.1965-

<p>Nína Margrét lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985. Hún hefur enn fremur lokið doktorsprófi í píanóleik frá City University of New York og fjallaði doktorsritgerð hennar um píanóverk Páls Ísólfssonar. Nína Margrét hefur komið fram á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína sem einleikari, með hljómsveitum og í kammertónlist. Hún hefur hljóðritað fjóra geisladiska fyrir Naxos, BIS og Skref.</p> <p>Nína Margrét er aðjúnkt við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og kennir einnig við píanódeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Hún flytur reglulega fyrirlestra um tónlist og tónlistarrannsóknir innanlands og erlendis, þar má nefna Þjóðmenningarhúsið, University of Calgary, Tónlistarhátíð unga fólksins og ANMA Annual Conference 2009. Hún er enn fremur listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar „Klassík í hádeginu” í Gerðubergi og hefur á þessu starfsári flutt tónlist eftir Bach, Prokofief, Grieg, Mozart og Beethoven í samstarfi við ýmsa listamenn þjóðarinnar. Enn fremur kom hún fram á opnunartónleikum Myrkra Músíkdaga 2011 í beinni útsendingu RÚV, við opnun sýningar Tónlistarsafns Íslands á ævistarfi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Þjóðmenningarhúsinu af tilefni 80 ára afmælis TR.</p> <p>Á starfsárinu 2011-2012 hefur henni verið boðið í tónleikaferðir til Ítalíu og Þýskalands, enn fremur var henni boðið í aðra tónleikaferð sína um Kína í maí sl. þar sem hún kom fram m.a. í Shanghai. Hún mun einnig koma fram á Háskólatónleikum þann 19. október nk. og flytja píanóverk Grieg. Þann 29. Janúar 2012 kemur hún fram á Tíbrártónleikum með rússneska ljóðadagskrá og 5. maí 2012 mun hún koma fram á hátíðartónleikum í Hörpunni af tilefni 60 ára afmælis Tónmenntaskólans í Reykjavík og flytja píanókvintett Schumanns.</p> <p align="right">Textinn er af vef Listaháskóla Íslands – 18. nóvember 2013.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1985

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari , píanóleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.09.2015