Guðmundur Matthíasson (Guðmundur Eggert Matthíasson) 26.02.1909-17.07.1982

<p>Guðmundur fæddist í Grímsey 26. febrúar 1909. Hann var sonur hjónanna Matthíasar Eggertssonar, prests þar, og Guðnýjar Guðmundsdóttur, en þau hjón eignuðust alls 14 börn.</p> <p>Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, eftir það stundaði hann tónlistarnám í Þýskalandi í 6 ár, fyrst í píanóleik og tónfræði í Leipzig og Berlín, en síðar tónvísindi við háskólana í Hamborg og Köln.</p> <p>Hann var síðan tónlistarkennari við Kennaraskóla Íslands en kenndi einnig tungumál, aðallega þýsku. Hann var organisti í Kópavogi frá því að Kópavogssöfnuður var stofnaður árið 1952 og gegndi því starfi í 20 ár, eða til ársins 1972.</p> <p>Hann var félagi í Félagi íslenskra organleikara frá 1952, sæti hans þar var sjaldan autt á félagsfundum. Þaðan munum við organleikarar hlýtt viðmót hans, hógværa kímni, samviskusemi, nákvæmni og mikla þekkingu hans á öllum tónlistarmálum.</p> <p>Eftirlifandi kona Guðmundar er Helga Jónsdóttir frá Möðruvöllum í Hörgárdal, en foreldrar hennar voru Jón Eggertsson og María Sigurðardóttir frá Dagverðareyri. Helga hefur starfað við kennslu og skrifstofustörf. Þau Helga og Guamundur eignuðust fjórar dætur. Þær eru: Guðný, konsertmeistari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, María, hjúkrunarfræðingur og tónlistarkennari í Osló, Rannveig, húsmóðir og félagsmálafulltrúi á Ísafirði, og Björg, húsmóðir og snyrtisérfræðingur á Patreksfirði.</p> <p>Hann lagði öllum málum lið. Hógværa, hlýja og gleði fylgja minningu hans.</p> <p align="right">Minning. Organistablaðið. 1. nóvember 1982, bls. 11.</p> <p>Sjá einnig: Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 202.</p>

Staðir

Kópavogskirkja Organisti 1952-1972

Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 12.05.2016