Úlrik Ólason 04.06.1952-09.04.2008

<p>Úlrik lauk gagnfræðaprófi á Akranesi 1969. Hann hóf snemma tónlistarnám, fyrst á Akranesi undir verndarvæng Hauks Guðlaugssonar, en nam síðar í Reykjavík. Árin 1976-1980 lagði Úlrik stund á nám í orgelleik og skyldum fræðum við Kaþólsku kirkjutónlistarakademíuna í Regensburg í Þýskalandi og lauk þaðan burtfararprófi. Hann kenndi fyrst eftir heimkomuna einn vetur við Tónlistarskólann á Akranesi, en fluttist þá til Húsavíkur þar sem hann tók við stöðu skólastjóra Tónlistarskólans og varð síðar organisti kirkjunnar þar. Árið 1987 réðst Úlrik til Kristskirkju í Landakoti og var fastráðinn organisti og kórstjóri við hana til dauðadags. Þá var hann einnig organisti við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði frá 1990. Ennfremur kenndi hann alla tíð við ýmsa tónlistarskóla og stofnaði loks tónlistarskóla fyrir nokkrum árum við Landakotsskóla. Sá tónlistarskóli rann síðar saman við Tónskólann DoReMí. Úlrik stýrði ýmsum kórum en lengst Söngsveitinni Fílharmoníu árin 1988-1996. Hann lék á fjölmörgum tónleikum, ýmist sem undirleikari eða einleikari og útsetti mörg verk. Hann stundaði tónsmíðanám hjá Helmut Neumann, prófessor í Vínarborg, veturinn 1997-1998. Eitthvað mun liggja eftir hann af tónsmíðum frá þeim tíma og ennfremur fáein sálmalög frá allra síðustu árum.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 18. apríl 2008, bls. 34-35.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Húsavíkur Skólastjóri 1981-1987

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Söngsveitin Fílharmónía Stjórnandi 1988 1996

Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti , skólastjóri , tónlistarkennari og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.12.2014