Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) 19.01.1950-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Jón Sigurðsson, bassaleikari í Reykjavík, f. 14. mars 1932 á Söndum í Dýrafirði, og k. h. Jóhanna Gissurardóttir Erlingsson, þýðandi, f. 16. jan. 1932 í Vestmannaeyjum.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk landsprófi frá Vogaskóla í Reykjavík 1966; stundaði nám í Mermtaskólanum við Hamrahlíð 1966-1967; nam fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1958-1970 og sótti fjölda námskeiða í tónlistarkermslu og öðru sem viðkemur tónlist, t.a.m. tónlist í leikhúsi.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var tónlistarkermari á Selfossi 1969-1971, við Leiklistarskóla Íslands og í Vestmannaeyjum 1972-1973 og 1974-1978; fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands við og við frá 15 ára aldri til tvitugs og 1973-1974; stofnaði fyrirtækið Stúdíó Stemmu 1980 og hefur síðan unnið við upptökur ásamt því að flytja og útsetja, m.a. íslensk þjóðlög; stjórnaði kór Verslunarskólans 1973 við flutning á söngleiknum Tornmy og Samkór Vestmannaeyja ásamt barnakórum í Vestmannaeyjum; lék með hljómsveitinní Náttúru 1969-1971 og stjórnaði tónlistinni í söngleiknum Hárinu; hefur unnið mikið í leikhúsum; samdi tónlist við fjölda leikrita, s.s. Öskubusku og Gosa í Þjóðleikhúsinu: stjórnaði tónlist og spilaði í Gísl hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hefur samið tónlist við sjónvarpsleikrit; samdi tónlist við kvíkmyndina Magnús eftir Þráin Bertelsson; hefur kynnt gömlu íslensku hljóðfærin erlendis, fiðluna og lang spilið, og sungið þjóðlög; söng aðalhlutverkið í óperunni Amahl og nærurgestirnir á vegum Musica Nova 12 ára gamall.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 238. Sögusteinn 2000.</p> <blockquote>„Eg er fæddur í Reykjavík 19. janúar árið 1950. Við áttum heima í skúr inni við Elliðaár, þar sem nú er fyrirtækið BM Vallá, þar til ég var tólf eða fjórtán mánaða... Pabbi var í kringum 1950 að spila á bassa í hljómsveit í gamla Þórskaffi við Hlemm. Foreldrar mínir keyptu hluta úr hermannabragga á Camp Knox G5 sem stóð vestan við Hringbrautina og þar bjuggu þau til 1954...<br /> <br /> Ég hafði snemma mikinn áhuga á tónlist. Þegar ég var fjögurra, fimm ára voru þeir miklir félagar, pabbi, Leifur heitinn Þórarinsson og Jón Asgeirsson. Þeir voru að læra tón- mennt og tónsmíðar í Tónlistarskól- anum jafnframt því sem pabbi lék með Sinfóníuhjjómsveitinni. Hann tók mig oft með á Sinfóníutónleika í Þjóðleikhúsinu."<br /> <br /> Var ekki mikið hlustað á tónlist á þínu æskuheimili?<br /> <br /> „Jú, það var mikið hlustað á tónlist í útvarpi og foreldar mínir áttu mónó-plötuspilara á þessum árum. Eg mátti ekki snerta plötuspilarann, en ég þekkti lag eftir Sir Edgar Elgar. Eg mátti taka plötuna og setja hana upp á naglann, snúa henni og svo söng ég. Þetta er klassískt verk sem var í uppáhaldi hjá mér þegar ég var þriggja, fjögurra ára. Þetta er hijómsveitarverk." ...</blockquote> <p align="right">Sjá nánar Fjölhæfi fiðlarinn. Morgunblaðið. 19. mars 2000, bls. B10-11.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1958-1970

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Náttúra Hljómborðsleikari 1970 1972-01

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , tónlistarnemandi og upptökustjóri
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.11.2015