Guðrún Óskarsdóttir 05.10.1962-

<p>Guðrún lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam að því loknu semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur. Framhaldsnám stundaði hún hjá Annette Uittenbosch við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam, hjá Jesper Böje Christensen við Scola Cantorum í Basel og hjá Francoise Langéll í París. Guðrún hefur leikið inn á hljómdiska og komið fram sem einleikari, meðleikari og þátttakandi í kammertónlist á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og víða í Evrópu. Hún hefur unnið með Íslenska dansflokknum og hjá Íslensku Óperunni og spilar reglulega með Bach- sveitinni í Skálholti, Caput hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands.</p> <p align="right">Tónleikaskrá. Sumartónleikar í Sigurjónssafni 16. ágúst 2005.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Semballeikari

Semballeikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.07.2015