Sigrún Þorgeirsdóttir 28.09.1964-

Sigrún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þar 8. stigs prófi. Sieglinde Kahmann var þar aðalkennari hennar. Hún lauk meistaranámi í söng frá Boston University og stundaði framhaldsnám í kórstjórn við Florida State University.

Sigrún hefur sungið einsöng með kórum og haldið einsöngstónleika. Hún syngur í söngkvartettinum Rúdolfi og hefur sungið inn á hljómdiska með honum. Hún hefur raddþjálfað og stjórnað mörgum kórum. Hún hefur einnig lokið BSc prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands.

Sigrún tók við starfi kórstjóra Kvennakórs Reykjavíkur haustið 1997. Hún hefur stýrt kórskóla Kvennakórs Reykjavíkur frá haustinu 1998 þegar hann hefur verið starfandi. Hún var listrænn stjórnandi fyrsta norræna kvennakóramótsins sem haldið var í Reykjavík í apríl árið 2000.

Af vef Kvennakórs Reykjavíkur (28. apríl 2016)

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Háskóli Íslands Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kvennakór Reykjavíkur Kórstjóri 1997-09 2009-12

Skjöl


Háskólanemi, kórstjóri og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.04.2016