Hrólfur Sæmundsson 25.07.1973 -

Hrólfur lauk meistaragráðu í einsöng við New England Conservatory í Boston vorið 2001 með hæstu einkunn, þar sem aðalkennarar hans voru Susan Clickner og Mark St. Laurent. Áður hafði hann lokið burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Guðmundar Jónssonar og Ólafs Vignis Albertssonar. Hrólfur er um þessar mundir fastráðinn við óperuhúsið í Aachen í Þýskalandi, en þar hefur hann m.a. sungið hlutverk Papagenos, titilhlutverkin í Evgení Onegin og Pelleas og Melisande; Leporello í Don Giovanni, Sharpless í Madame Butterfly, Ford í Falstaff, Dandini í Öskubusku og greifann í Brúðkaupi Fígarós. Gagnrýnendur ytra hafa lofað frammistöðu Hrólfs í þessum krefjandi hlutverkum og í vor mun hann syngja sitt fyrsta Wagner hlutverk; Kurwenal í Tristan og Isolde. Á næstunni syngur hann hlutverk Escamillo, titilhlutverkið í Rakaranum í Sevilla, og hlutverk Paolo í Simone Boccanegra. Í vör söng hann hlutverk Schaunards í La Boheme með Íslensku Óperunni. Af öðrum hlutverkum Hrólfs má nefna,Eneas í Dido & Eneas, Neró í Poppeu, Kaspar í Galdraskyttunni í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð og hlutverk Gests í samnefndri óperettu.

Hrólfur hefur komið fram á fjölda tónleika hérlendis, í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Árið 2010 kom út geisladiskur þar sem hann syngur ásamt fleirum verk eftir Sir John Tavener, en diskurinn hlaut mikið lof í breskum fjölmiðlum. Áður hefur komið út geisladiskur með Hrólfi þar sem hann meðal annarra syngur tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Hrólfur var stofnandi og listrænn stjórnandi Sumaróperunnar sem beitti sér fyrir því að koma ungu listafólki á framfæri. Hann hlaut listamannalaun árið 2007.

Af vef Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 2012.

Staðir

Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarháskólinn í Nýja-Englandi Háskólanemi -2001

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, nemandi, söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016