Þorsteinn Illugason 1617 um-11.09.1705

<p>Prestur. Lærði í Hólaskóla og fór síðan í Hafnarháskóla 1642 og kom aftur til landsins 1647. Varð heyrari í Hólaskóla 1648 og rektor 1649 til 1658. Varð prestur á Völlum 1658 og sagði þar af sér prestskap 1698, flutti í Sökku og andaðist þar. Talinn mikill lærdómsmaður nokkuð "harðbýll" hvað sem það merkir, fékkst við þýðingar á guðsorðakverum. Var prófastur í Vaðlaþingi 1667-1698.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 211. </p>

Staðir

Vallakirkja Prestur 1658-1698

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.03.2019