Finnur Jónsson 16.01.1704-23.07.1789

<p>Finnur fæddist 16.1. 1704. Foreldrar hans voru Jón Halldórsson, prófastur og sagnaritari í Hítardal, og k.h., Sigríður Björnsdóttir.</p> <p>Eiginkona Finns var Guðríður, dóttir Gísla í Mávahlíð, sonar Jóns Vigfússonar biskups og systir Magnúsar Gíslasonar amtmanns.</p> <p>Börn Finns og Guðríðar voru Margrét, kona Jóns Teitssonar biskups; Halldór, prestur í Hítardal; Jón, prestur í Hruna; Hannes, biskup í Skálholti, einn fjölhæfasti lærdómsmaður og biskup hér á landi, í hópi virtustu handrita- og fornfræðinga Norðurlanda, afburðaguðfræðingur, lögvís og afburðamálamaður; Steindór, sýslumaður að Oddgeirshólum, og Ragnheiður, kona Magnúsar Ólafssonar lögmanns.</p> <p>Finnur varð stúdent frá Skálholtsskóla 1723 og lauk guðfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla, 1728, var vígður prestur í Reykholti í Borgarfirði 1732 og varð fljótlega prófastur í Borgarfjarðarsýslu. Finnur sótti ekki fast að verða biskup. Hann neitaði að sækja um Hólabiskupsumdæmi 1740, var stiftprófastur í Skálholtsbiskupsdæmi 1743-53, settur officialis 1743 og gegndi biskupsembætti í Skálholti til 1747, var kvaddur til biskups að Hólum 1753 en neitaði, var síðan kvaddur til biskups í Skálholti ári síðar og neitaði aftur en varð þó næstsíðasti biskup sem sat Skálholtsstól 1754-85. Hann fékk síðan Hannes, son sinn, til aðstoðar 1777 og lét af embætti 1785.</p> <p>Finnur var talinn með hirðusömustu embættismönnum, gætti vel meðalhófs í stjórnun, tók vægt á smámálum en rækilega í taumana í stærri brotum og þótti röggsamur stjórnandi.</p> <p>Finnur var mikill fræðimaður eins og faðir hans og hlaut doktorsnafnbót í guðfræði 1774, fyrstur Íslend- inga. Hann skrifaði m.a. Historia Ecclesiastica Islandiæ, rit um kirkjusögu Íslands á latínu sem kom út á prenti í Kaupmannahöfn 1772-78 og lét eftir sig fjölda annarra rita, einkum um guðfræði og kirkjusögu. Finnur lést 23.7. 1789</p> <p align="right">Merkir Íslandingar. Morgunblaðið. 16. janúar 2016, bls. 44</p>

Staðir

Reykholtskirkja-nýja Prestur 24.02.1732-1743
Skálholtsdómkirkja Biskup 18.02.1743-1747
Hólar Biskup 11.05.1753-1754
Skálholt Biskup 08.03.1754-1789

Skjöl


Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.01.2016