Magnús Runólfsson 21.02.1910-24.03.1972

<p>Prestur. Stúdent 1931 með 1. einkunn. Cand. theol. 9. júní 1934. Framhaldsnám í trúfræði og kennimannlegri guðfræði við Menighedsfakultetet í Osló haustið 1934 og kynnti sér kristilegt starf í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Framkvæmdastjóri KFUM frá 1935. Varð aðstoðarprestur á Akranesi 22. mars 1945 og sinnti því til 1. júní 1946 er hann tók við sínu fyrra starfi. Settur sóknarprestur í Árnesi á Ströndum frá 1. júlí 1961 til jafnlengdar 1962 og aftur 9. júní 1966 til til 15. september 1969. Veitt Kirkjuhvolsprestakall 19. september 1969. Lést á sóknarnefndarfundi í Hábæjarkirkju sem þá var nýsmíðuð.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-1976. Höf. Björn Magnússon, bls. 294-95. </p>

Staðir

Akraneskirkja Aukaprestur 22.03. 1945-1946
Árneskirkja - yngri Prestur 12.06. 1961-1962
Kirkjuhvolsprestakall Prestur 19.09. 1969-1972
Árneskirkja - yngri Prestur 09.06.1966-1969

Aukaprestur , framkvæmdastjóri og prestur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.11.2018