Hávarður Tryggvason 17.06.1961-

<p>Hávarður stundaði fyrst nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar en hélt árið 1983 til framhaldsnáms við Tónlistarháskólann í París þaðan sem hann útskrifaðist með láði 1986. Aðalkennari hans var J.M. Rollez. Tveimur árum síðar lauk Hávarður einnig námi frá einleiksdeild skólans; samhliða náminu lék hann í atvinnuhljómsveit Tónlistarháskólans. Árið 1989 fluttist Hávarður til Belgíu og hóf störf með Konunglegu Flæmsku Óperuhljómsveitinni í Antwerpen. Jafnframt stundaði hann framhaldsnám við Tónlistarháskóla borgarinnar.</p> <p>Eftir 12 ára dvöl erlendis fluttist Hávarður aftur til Íslands árið 1995 og tók við stöðu leiðandi kontrabassaleikara við hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem hann kennir hann Tónlistarskólann í Reykjavík.</p> <p>Hávarður hefur bæði komið fram sem einleikari og verið virkur í flutningi kammertónlistar hér heima og erlendis, með CAPUT, Kammersveit Reykjavíkur ofl. Árið 2002 fékk Hávarður úthlutað starfslaunum listamanna í 6 mánuði.</p> <p align="right">Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2013.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Bassaleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.12.2014