Hávarður Tryggvason 17.06.1961-

Hávarður stundaði fyrst nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar en hélt árið 1983 til framhaldsnáms við Tónlistarháskólann í París þaðan sem hann útskrifaðist með láði 1986. Aðalkennari hans var J.M. Rollez. Tveimur árum síðar lauk Hávarður einnig námi frá einleiksdeild skólans; samhliða náminu lék hann í atvinnuhljómsveit Tónlistarháskólans. Árið 1989 fluttist Hávarður til Belgíu og hóf störf með Konunglegu Flæmsku Óperuhljómsveitinni í Antwerpen. Jafnframt stundaði hann framhaldsnám við Tónlistarháskóla borgarinnar.

Eftir 12 ára dvöl erlendis fluttist Hávarður aftur til Íslands árið 1995 og tók við stöðu leiðandi kontrabassaleikara við hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem hann kennir hann Tónlistarskólann í Reykjavík.

Hávarður hefur bæði komið fram sem einleikari og verið virkur í flutningi kammertónlistar hér heima og erlendis, með CAPUT, Kammersveit Reykjavíkur ofl. Árið 2002 fékk Hávarður úthlutað starfslaunum listamanna í 6 mánuði.

Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2013.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Bassaleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.12.2014