Jón Þorvarðsson 21.02.1763-01.01.1848

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla 1785. Varð djákni á Grenjaðarstað. Lagt fyrir hann að gerast prestur á Svalbarði og vígðist 27. maí 1792. Fékk Myrká 9. mars 1799 og Glæsibæ 13. júlí 1802 og loks Breiðabólstað í Vesturhópi 30. apríl 1817 lét þar af störfum 1846. Fékk misjafna dóma. Hagmæltur, drykkfelldur og kvensamur. Kennimaður góður og laginn smiður. <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 328-29. </p>

Staðir

Svalbarðskirkja Prestur 27.05.1792-1799
Myrkárkirkja Prestur 09.03.1799-1802
Glæsibæjarkirkja Prestur 13.07.1802-1817
Breiðabólstaðarkirkja í Vesturhópi Prestur 30.04.1817-1846

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.11.2017