Karl Geirmundsson 13.03.1939-

Karl fæddist á Atlastöðum í Fljótavík á Hornströndum og ólst þar upp til sex ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan í Hnífsdal: „Ég er líklega næstsíðasta barnið sem fæddist í Fljótavík. Þegar við fluttum voru flestir farnir þaðan, einungis eftir tvær eða þrjár fjölskyldur. Þá var ekki lengur hægt að setja út né taka upp bát. Það var því sjálfhætt því búskapurinn þarna byggðist að mestu á sjófangi. Þetta voru útvegsbændur.“

Karl var í barnaskóla í Hnífsdal og stundaði síðan nám í tónfræði og nám á bassa við Tónlistarskólann í Reykjavík 1958. Síðar stundaði hann nám í tónfræði við Tónlistarskólann á Ísafirði um skeið.

Karl byrjaði ungur að leika fyrir dansi: „Ég byrjaði að leika á trommur með Baldri bróður og Karli heitnum Einarssyni. Hljómsveitin hét KBK en þeir léku báðir á harmónikku. Síðan bættist fleiri í hópinn. Ég fór að leika á gítar og síðan verður þetta hljómsveitin BG og Ingibjörg. Við lékum fyrir dansi í áratugi, víða um land en þó einkum á Vestfjörðum.“ ...

Hélt uppi fjörinu á Vestfjörðum um árabil. Morgunblaðið 13. mars 2014, bls. 38-39.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.03.2014