Egill Jónsson 19.03.1921-15.11.1971

<p>Egill var frá Húsavík. Foreldrar hans voru Jón Baldvinsson (1921–1971), trésmiðs og rafveitustjóra þar, og Aðalbjörg Benediktsdóttir (1879–1964) frá Auðnum í Laxárdal.</p> <p>Að loknu unglingaskólanámi á Húsavík lærði Egill rakaraiðn á Akureyri og klarínettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist 1945. Framhaldsnám stundaði Egill í Englandi og hlaut Diploma gráðu frá Rayal College of Music í Manchester 1947. Á námsárunum lék Egill með ýmsum hljómsveitum í Manchester og nágrenni.</p> <p>Egill lék á klarínett með Hljómsveit Reykjavíkur 1948–1950 og með Sinfóníuhljómsveit Íslads 1950–1960 þar sem hann lék einleik í Klarínettukonsert Mozarts 1956. Egill starfaði á tónlistardeild Ríkisútvarpsins og kenndi um hríð við Tónlistarskólann í Reykjavík.</p> <p align="right">Byggt á <i>Sinfóníuhljómsveit Íslands: Saga og stéttartal</i> eftir Bjarka Bjarnason (2000), bls. 183-184.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1945
Konunglegi tónlistarháskólinn í Manchester Háskólanemi -1947
Tónlistarskólinn í Reykjavík Klarínettukennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Reykjavíkur Klarínettuleikari 1948 1950
Sinfóníuhljómsveit Íslands Klarínettuleikari 1950 1960

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , klarínettukennari , klarínettuleikari , rakari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.10.2020