Einar Illugason 1613-19.08.1689

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla líklega 1635. Vígðist aðstoðarpresturprestur að Reynivöllum 17. maí 1640 og fékk prestakallið 1642. Það ár féll skriða á bæinn og þótt mannbjörg yrði þá fór fjósið með öllum kúm og gerði prestur kröfu um bætur og lenti því í karpi við marga menn. Hann var fyrirhyggjumaður, alvörugefinn og vandlætingasamur, mildur við snauða menn og góðgerðasamur. Var prófastur í Kjalarnesþingi 1657-1681 og lét af prestskap 1684.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 362.

Staðir

Reynivallakirkja Prestur 17.05.1640-1684

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.06.2014