Benedikt Þórarinsson 13.05.1795-31.12.1856

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla frá Geir biskupi Vídalín 1817. Vígðist 5. ágúst 1821 aðstoðarprestur sr. Árna Þorsteinssonar í Kirkjubæ og gegndi prestverkum þar til 1831, fékk Desjarmýri 11. mars 1831, Ás í Fellum 27. júní 1837 og loks Heydali 8. september 1851 og var þar til dauðadags.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 140. </p>

Staðir

Áskirkja Prestur 1837-1851
Heydalakirkja Prestur 1851-1856
Desjarmýrarkirkja Prestur 1831-1837
Kirkjubæjarkirkja Aukaprestur 05.08.1821-1831

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2018