Jón Jónsson (helsingi) 05.07.1787-17.11.1869

Prestur. Var í Hólaskóla síðasta veturinn sem hann starfaði en fór þá út og var í Helsingjaeyrarskóla og fékk viðurnefni sitt af því. Stúdent 1808, fór í Hafnarháskóla, tók fyrri hluta 2. lærdómsprófs 1809 og síðari hluta 1810, lagði stund á guðfræði en sakir efnaleysis og stríðsástands varð hann að taka að sér kennslu um tíma. Kom heim 1824 og settist að hjá föður sínum að Möðrufelli. Vígðist aðstoðarprestur hans 20. júní 1830, fékk Grundarþing 8. maí 1839, lét af prestsstörfum 1860 fluttist að Hrísum og andaðist þar. Hann var merkisprestur og vel látinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 197-98.

Staðir

Möðruvallakirkja í Hörgárdal Aukaprestur 20.06.1830-1839
Grundarkirkja Prestur 08.05.1839-1860

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.05.2017