Árni Ámundason -1700

Prestur fæddur um 1650. Vígðist aðstoðarprestur tengdaföður síns, sr. Björns Snæbjörnssonar á Staðastað, 23. júlí 1676 og fékk embættið til eins árs er sr. Björn andaðist. Var svo embættislaus nokkur ár eða þar til hann fékk aðstoðarprestsstöðu á Setbergi til ársins 1689 og hélt henni þar til hann fékk embættið að fullu 1692. Þar var hann til dauðadags. Hann gerðist hneigður til drykkju á efri árum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 35.

Staðir

Staðakirkja á Staðastað Aukaprestur 23.07.1676-1679
Staðakirkja á Staðastað Prestur 1679-1680
Setbergskirkja Aukaprestur 1689-1692
Setbergskirkja Prestur 1692-1700

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.11.2014