Árni Jónsson 09.07.1849-27.02.1916

Prestur. Fór til Vesturheims 1874 og stundaði ýmis störf og lauk þar kennaraprófi 1877 og kom sama ár til landsins og varð stúdent 1882 með 1. einkunn og lauk prófi úr prestaskóla 1884. Fékk Borg á Mýrum 8. mars 1884 og Mývatnsþing 20. mars 1888. Prófastur í Suður-Þingeyjarsýslu 1889-1913, fékk Hólma í Reyðarfirði 1913 og gegndi til æviloka. Varð bráðkvaddur. Var þingmaður Mýramanna og Norður-Þingeyinga. Fékkst allnokkuð við ritstörf, hagmæltur.

Staðir

Borgarkirkja Prestur 08.03.1884-1888
Skútustaðakirkja Prestur 20.03.1888-1913
Hólmakirkja Prestur 26.02.1913-1916

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.05.2015