Gunnlaugur Jónsson 17.öld-

<p>Prestur. Var orðinn prestur á Þóroddsstað í Kinn 11. febrúar 1656. Fór þaðan 1665 og skildi mjög illa við og lágu á honum kærur fyrir niðurníðslu. Hann var aðstoðarprestur sr. Guðmundar Bjarnasonar í Nesi í Aðaldal, fékk Nes 17. maí 1669 en Einarsstaðasókn var samtímis lögð til Helgastaða svo sem fyrr hafði verið. Allt sótti í sama horf hjá Gunnlaugi og var hann dæmdur frá kallinu 18. maí 1675 fyrir illa ábúð og meðferð á staðnum en árinu áður var hann fluttur þaðan og sestur að á Jarlsstöðum. Eftir 1675 er ekkert vitað um hann.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 214. </p>

Staðir

Þóroddsstaðakirkja Prestur 11.02.1656-1665
Neskirkja Aukaprestur 1665-1669
Neskirkja Prestur 17.05.1669-1675

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.10.2017