Einar Björn Sigvaldason 10.08.1916-17.10.1996

<p>Einar varð snemma góður harmonikuleikari og kom víða fram sem slíkur árin fyrir stríð. Veturinn 1932 stofnaði hann harmonikudúett ásamt æskuvini sínum Eiríki Bjarnasyni frá Bóli –&nbsp;Harmonikuleikarnir Eiríkur og Einar –&nbsp;og fylltu&nbsp;þeir meðal annars&nbsp;Nýja bíó þrisvar sinnum.</p> <p>Einar lærði pípulagnir hjá föður sínum og síðar hljóðfærasmíði í Kaupmannahöfn. Þar var hann kjörinn Danmerkurmeistari í harmonikuleik 1939. Eftirfarandi er fróðleg tilvitnun í minningargrein Páls Ólafssonar sem birtist í Morgunblaðinu 25. október 1996:</p> <blockquote>... Á stríðsárunum stundaði Einar hljóðfæraleik bæði í Danmörku og Þýskalandi og lenti hann í ýmsum ævintýrum á þessum tíma. Hann var í Þýskalandi þegar loftárásir Bandamanna voru í algleymingi og spilaði þá m.a. á Hótel Adlon í Berlín sem var mikið sótt af foringjum Þriðja ríkisins. Þegar Ieið á stríðið gerðust aðstæður allar erfiðar og Einar vildi freista þess að komast til Íslands. Tókst honum ásamt félaga sínum, Lárusi Þorsteinssyni, síðar skipherra, að festa kaup á mótorbát í Noregi og sigldu þeir honum til Íslands 1943. Var sigling þessi hin ævintýralegasta og afrek út af fyrir sig. Þeir tóku land á Raufarhöfn, en breska setuliðinu á Íslandi þótti ferðalag þeirra hið tortryggilegasta og voru þeir umsvifalaust hnepptir í varðhald og báturinn tekinn í vörslu Breta. Ekki tókst betur til en svo, að báturinn sökk skömmu síðar í ofviðri og misstu þeir félagar þar allar eigur sínar og Einar tapaði sveinsstykkinu sínu, forláta harmonikku og engar bætur fengust fyrir þetta tjón. Fyrst voru þeir félagar fluttir í fangelsi að Kirkjusandi í Reykjavík og máttu sæta ströngum yfirheyrslum og síðan voru þeir í fangabúðum í Bretlandi til stríðsloka. Þetta mun hafa verið erfið lífsreynsla, þótt Einar talaði ætíð um þetta í léttum dúr...</blockquote>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Harmonikuleikarnir Eiríkur og Einar Harmonikuleikari 1932

Tengt efni á öðrum vefjum

Harmonikuleikari , hljóðfærasmiður og pípulagningamaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.12.2015