Guðmundur Kjartan Runólfsson 20.06.1920-27.10.2002

<p>Guðmundur Kjartan stundaði nám í Verslunarskóla Íslands og Héraðsskólanum á Laugarvatni og lærði hljóðfæraleik í Tónlistarskólanum hjá Karli O. Runólfssyni tónskáldi. Hann spilaði með ýmsum hljómsveitum, bæði í Reykjavík og út um land, m.a. Hljómsveit Þóris Jónssonar og Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, og einnig lék hann með Lúðrasveitinni Svani. Árið 1947 gerðist hann atvinnusjómaður, var fyrst á fisk- veiðibátum en um 1950 réðst hann til Eimskipafélags Íslands þar sem hann starfaði sem háseti, smyrjari í vél og 3. vélstjóri, lengst af á Lagarfossi. Árið 1957 fluttist hann vestur um haf til Kaliforníu, þar sem hann bjó til dauðadags.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 10. nóvember 2002, bls. 36.</p>

Staðir

Verzlunarskóli Íslands Nemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Danshljómsveit F.Í.H Söngvari
Danshljómsveit Þóris Jónssonar Söngvari og Trompetleikari
Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar Söngvari og Trompetleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi , söngvari , trompetleikari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.10.2020