Ólafur Jónsson -21.12.1755

Stúdent frá Skálholtsskóla 1719. Aðstoðarprestur á Staðastað frá 1. júlí 1725 . Var vikið frá starfi 14. ágúst 1734 vegna launungar í barnsfaðernismáli systur sinnar, Sigþrúðar blindu. Fékk uppreisn 1739 og Stað á Snæfjallaströnd 1740 og hélt til æviloka. Fékk lélegan vitnisburð hjá Jóni Árnasyni biskupi og Harboe taldi hann einhvern ólærðasta prest í biskupsdæminu.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 62-63.

Staðir

Staðakirkja á Staðastað Aukaprestur 1725-1734
Staðarkirkja á Snæfjallaströnd Prestur 1740-1755

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.08.2015