Jón Þorleifsson 1712 um-22.09.1776

Prestur. Stúdent úr heimaskóla. Tók guðfræðipróf frá Hafnarháskóla 16. september 1734. Vígðist 10. ágúst 1738 aðstoðarprestur að Presthólum, varð kirkjuprestur á Hólum 7. febrúar 1739, varð aðstoðarprestur í Múla 1743 og fékk Múla 1749. Vel metinn maður og telur Harboe hann hefði getað orðið biskupsefni.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 318.

Staðir

Presthólakirkja Aukaprestur 11.08. 1738-1739
Hólar Prestur 07.02. 1739-1747
Múli Aukaprestur 11.03. 1747-1776
Múlakirkja í Aðaldal Prestur 1749-1776

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.11.2017