Eiríkur Vigfússon 24.09.1747-20.07.1808

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla og varð kirkjuprestur í Skálholti líklega 1775. Fékk Hvamm í Norðurárdal 20. október 1780, fékk Reykholt 29. apríl 1783. Varð prófastur í Borgarfjarðarsýslu 1786 til 1807. Fékk Stafholt 22. apríl 1807 og var þar til dauðadags. Var alla tíð fátækur og hrökk bú hans ekki fyrir skuldum. Hannes biskup sagði að hann væri reglusamur, góðgerðasamur, siðprúður, starfssamur, góður kennimaður og einkum vel lagið að fræða börn en enginn sérlegur gáfumaður. Búmaður var hann enginn og níddi niður Reykholtsstað.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 424-25.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 1775-1780
Hvammskirkja Prestur 20.10.1780-1783
Reykholtskirkja-gamla Prestur 29.04.1783-1807
Stafholtskirkja Prestur 1807-1808

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.07.2015