Helgi Björnsson 10.07.1958-
Helgi söng inn á fyrstu plötuna sem sólósöngvari 1991 á sólóplötu Rabba, félaga síns úr Grafík. Hann hefur síðan sungið inn á mikinn fjölda af safnplötum og plötur annarra tónlistarmanna. Fyrsta sólóplata Helga, Helgi Björns, kom út 1997 og aðrar sólóplötur Helga eru Yfir Esjuna, 2005, Helgi Björns syngur íslenskar dægurperlur ásamt gestum, 2011; Eru ekki allir sexý? (safnplata) 2014, og Veröldin er ný, 2015. Plötur Helga Björns og Reiðmanna vindanna eru 2008: Ríðum sem fjandinn, 2008, Þú komst í hlaðið, 2010, Ég vil fara upp í sveit, 2011. Plötur hljómsveitarinnar Grafík sem Helgi kom að eru Get ég fengið séns? 1984, og Stanzað, danzað, öskrað, 1985. Plötur Síðan skein sól (SSSól) eru Síðan skein sól, 1988; Ég stend á skýi, 1989; Halló! Ég elska þig, 1990; Klikkað, 1991; blað með diski, 1992; Sssól (Ávaxtaplatan), 1993, Blóð, 1994, og 88-99 (safnplata), 1999...
Úr Enn í fremstu röð meðal söngvara og leikara. Morgunblaðið. 10. júlí 2018, bls. 26-27
Staðir
Listaháskóli Íslands | Háskólanemi | - |
Háskóli Íslands | Háskólanemi | - |
Menntaskólinn við Hamrahlíð | Nemandi | - |
Hópar
Hópur 1 | Stöður | Frá | Til |
---|---|---|---|
Grafík | Söngvari | 1983 | 1986 |
Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, lagahöfundur, leikari, nemandi og söngvari | |
Ekki skráð |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.07.2018