Þorlákur Skúlason 24.08.1597-04.01.1656

<p>Prestur og biskup. Ólst upp á Hólum og stundaði þar lærdóm þar til hann fór í Hafnarháskóla 1616 og varð 1618 baccalaureus. Varð sama haust rektor Hólaskóla en 1620 sendi móðurfaðir hans hann út vegna morðbréfamálsins og stundaði hann og enn meira nám við Hafnarháskóla. Kom aftur 1621 og tók við rektorsstarfinu en vígðist jafnframt kirkjuprestur á Hólum 1624. Var kjörinn biskup 1627 og vígðist 16. maí 1628, tók við 2. ágúst sama ár og hélt til ævioka. Var mildur maður og óáleitinn, jafnaði allt fremur í kyrrþey en með hávaða. Fór honum kirkjustjórnin vel úr hendi. Glaðlyndur maður og gamansamur,. Latínuskáld og skrifaði allmikið og þýddi.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 166. </p>

Staðir

Hóladómkirkja Prestur 1624-1627

Biskup , prestur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.10.2017