Kristín Axelsdóttir 01.08.1923-14.06.2020

„... Umgjörðin um æsku mömmu í Ás í Kelduhverfi var ekki amaleg. Þangað leitaði hugur hennar æ oftar á síðustu árum. Tvennt var það á hennar æskuárum sem hafði varanleg áhrif á hana. Hún fékk að fara austur á Þórshöfn á Langanesi vetrarpart til að læra á harmoníum hjá Ara Jóhannessyni og á unglingsárum bjó hún hjá Halldóru Bjarnadóttur ritstjóa Hlínar um nokkurra mánaða skeið. Í enga manneskju heyrði ég eins oft vitnað í minni æsku og Halldóru Bjarnadóttur. Jafnt í sögu þjóðar sem siðfræði.

Orgelleikurinn leiddi mömmu upp á Hólsfjöll til að spila við messu á Víðirhóli. Þar kynntist hún Benedikt Sigurðssyni bónda í Grímstungu, ekkjumanni með tvö börn. Þau Benedikt giftu sig árið 1948, tóku mig í fóstur árið 1950 og eignuðust saman tvö börn. Hún tók þátt í uppeldi barna Benedikts og tók annan frænda sinn, bróðurson, einnig í fóstur. Það voru því alls sex börn á mjög mismunandi aldri sem ólust upp á heimiil hennar.

Orgelleikurinn var hennar tenging við menningu heimsins. Hún spilaði við messur á Víðirhóli og Möðrudal í meira en hálfa öld. Hún tók þátt í ótal organistanámskeiðum sem Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar hélt í Skálholti um árabil. Það endurnærði og gladdi þennan einangraða kirkjuorganista svo um munaði. Hef ekki orðið vitni að betur heppnaðri endurmenntun...“

Úr pistli sem Ævar Kjartanssson, fóstursonur Kristínar, skrifaði um hana á Facebook 14. júní 2020

Staðir

Víðirhólskirkja Organisti -
Möðrudalskirkja Organisti -

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.06.2020