Jón Egilsson 14.09.1548-1636

Prestur og annálaritari. Dánarár er ekki alveg öruggt. Nam í Skálholtsskóla og var þar í 11 vetur. Varð aðstoðarprestur föður síns á Hrepphólum 1569 og tók við staðnum að fullu 1571 og hélt hann til 1608. Fróður maður og samdi biskupsannála og var skáldmæltur þótt aðeins eitt erindi sé varðveitt eftir hann.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls.89-90.

Staðir

Hrepphólakirkja Aukaprestur 1569-1571
Hrepphólakirkja Prestur 1571-1608

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.11.2017