Gylfi Þ. Gíslason 07.02.1917-18.08.2004
<p>Gylfi var fæddur í Reykjavík 7. febrúar 1917, sonur hjónanna Þorsteins Gíslasonar, ritstjóra, og konu hans Þórunnar Kristínar Pálsdóttur.</p>
<p>Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1936, kandídatsprófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Frankfurt am Main árið 1939 og doktorsprófi frá sama skóla 1954.</p>
<p>Gylfi var hagfræðingur við Landsbanka Íslands og stundakennari við Viðskiptaháskóla Íslands 1939–40 og dósent þar 1940-41. Hann var dósent við Háskóla Íslands 1941-46 og prófessor við sama skóla frá 1946-56 og frá 1973-87.</p>
<p>Gylfi var þingmaður Alþýðuflokksins í rúma þrjá áratugi frá 1946 til 1978. Hann var mennta- og iðnaðarmálaráðherra frá 1956-58 og mennta- og viðskiptamálaráðherra frá 1958 til 1971.</p>
<p>Gylfi gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn og var formaður hans frá 1968-1974. Hann var formaður Hagfræðingafélags Íslands frá 1951–59 og sat í Þjóðleikhúsráði frá 1954-1987. Þá var hann fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1956–65 og í stjórn Alþjóðabankans frá 1965-71. Hann sat í Norðurlandaráði 1971-78, var formaður Norræna félagsins 1984-91 og í stjórn Norræna hússins 1984-93.</p>
<p>Gylfi skrifaði mikið um hagfræðileg efni og stjórnmál og eftir hann hafa birst margar bækur um þau efni, þar á meðal kennslubækur. Hann skrifaði einnig fjölda ritgerða, greina og bókakafla, sem birst hafa í bókum og tímaritum hérlendis, á Norðurlöndunum og víðar, auk þess sem hann fékk fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Þá var Gylfi einnig höfundur margra sönglaga sem komið hafa út á hljómplötum í flutningi ýmissa listamanna.</p>
<p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðið. 19. ágúst 2004, bls. 1.</p>
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum
- 28 þættir Gylfa um tónlist (2008-2010). Hlaðvarp Ríkisútvarpsins.
- Andlátsfregn. Morgunblaðið. 19. ágúst 2004, bls. 1.
- Arfleifð Gylfa Þ. og framtíð skólamála. Björgvin G. Sigurðsson. Morgunblaðið 28. ágúst 2004, bls. 28.
- Einn af feðrum viðreysnar látinn. Fréttablaðið. 20. ágúst 2004, bls. 24.
- Fyrsta lagasetning um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla; aðdragandi og áhrif. Anna Sigurbjörnsdóttir. Háskólinn á Bifröst. MA-verkefni 2013.
- Gamlir kunningjar og nýir – 24 sönglög eftir Gylfa Þ. Gíslason. Bergþóra Jónsdóttir. Morgunblaðið. 1. ágúst 2002, bls. 29.
- Gylfi Þ. Gíslason. Morgunblaðið - forystugrein. 27. ágúst 2004.
- Gylfi Þ. Gíslason. Morgunblaðið B. 27. ágúst 2004. Átta síðna aukablað til minningar um Gylfa.
- Æviágrip.
Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 7.11.2017