Sigurður Oddsson 1595-07.02.1675

Prestur. Lærði í Skálholtsskóla, fór til Hafnar 1613 og kom heim 1615 og varð þá heyrari í Skálholti. Vígðist 1621 kirkjuprestur í Skálholti, fékk Stafholt 1623 og hélt til æviloka. Var officialis í Skálholtsbiskupsdæmi í utanför Gísla biskups bróður síns. Varð prófastur í Þverárþingi öllu 1625 en síðar einungis vestan Hvítár og mun hafa haldið til æviloka. Hann var talinn einn helsti kennimaður landsins á sinni tíð.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 250.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 1621-1623
Stafholtskirkja Prestur 1623-1675

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.09.2014